Viðskiptaskilmálar Shades of Glory

 

1. Gildissvið

Shades of Glory selur vörur í vefverslun sinni á vefsvæðinu: www.shadesofglory.is. Shades Of Glory er í eigu Björtuloft sf., kt. 560424-3290, Ægisgrund 20, 210 Garðabær. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Shades Of Glory annars vegar og kaupanda vöru (einnig vísað til sem "viðskiptavinur" eða "notandi").

Viðskiptavinur (eða "kaupandi") er sá einstaklingur sem kaupir vöru í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Viðskitpavinur getur líka verið fyrirtæki og eiga þá við lög um lausafjárkaup nr. 50/2000. Um viðskipti í vefverslun Shades Of Glory  gilda lög um neytendasamninga nr. 16/2016. Um viðskiptin í vefverslun gilda einnig lög nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. Ofangreind lög gilda um réttarstöðu viðskiptavinar og seljanda þegar sérstökum ákvæðum þessara viðskipta

Skilmálar þessir eiga við um kaup á vöru í vefverslun Shades Of Glory. Með því að samþykkja skilmála þessa staðfestir viðskitpavinur að hann er upplýstur um rétt sinn og skyldur við kaup á vöru í Shades Of Glory. Frávik frá þessum skilmálum telst ekki samþykkt nema með undirritun seljanda. Shades Of Glory áskilur sér rétt til að uppfæra og breyta skilmálum þessum sé þess þörf og taka breytingarnar þá gildi við birtingu uppfærðra skilmála á vefsíðu Shades Of Glory. 

2. Samskiptaupplýsingar

Hafi viðskiptavinur spurningar sem ekki má finna svör við í skilmálum þessum er hægt að hafa samband í síma: +354 699 5651 eða senda fyrirspurn á netfangið: ofgloryshades@gmail.com

3. Upplýsingar um vörur og verð

Shades Of Glory selur vörur í vefverslun og býður kaupanda að fá vöruna senda á skilgreindan áfangastað. Öll verð í vefversluninni er í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð í vefverslun getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar. Ef mistök verða við verðmerkingar á vörum í vefverslun, sem eru þess eðlis að kaupanda má vera ljóst að um augljós mistök sé að ræða, áskilur Shades Of Glory sér rétt til að falla frá afgreiðslu á pöntun og endurgreiða viðskiptavin án tafar hafi greiðsla farið fram.

4. Pöntun, greiðsla og fyrirvari um afgreiðslu vörukaupa í vefverslun

Ef viðskiptavinur er undir 16 ára aldri ber honum að upplýsa foreldra eða forráðamann um skilmála þessa og fá samþykki þeirra áður en vörukaup eru framkvæmd.

Viðskiptavinir geta skoðað og breytt völdum vörum í körfu í vefverslun. Þegar viðskiptavinur ætlar að ganga frá pöntun velur hann ''Buy Now'' þar sem skrá þarf netfang, nafn, kennitölu (valkvætt), símanúmer og heimilisfang. Því næst þarf viðskiptavinurinn að velja ‚‘SENDINGAR- OG GREIÐSLUMÁTA‘‘ og velja hvernig hann vill fá vöruna afhenta. Viðskiptavinur verður að hafa gefið upp rétt heimilisfang óski hann eftir því að fá vöruna senda heim. Sé ekki hægt að staðfesta það heimilisfang sem viðskiptavinur skráir áskilur Shades Of Glory sér rétt til að hafna afhendingu og hætta við afgreiðslu á pöntun.

Því næst þarf viðskiptavinur að velja greiðslumáta.Shades Of Glory notar örugga greiðslugátt frá Verifone á Íslandi. Hægt er að greiða fyrir vörukaup með kreditkortum frá Visa og Mastercard eða staðgreiða með debetkorti. Viðskiptavinur þarf að staðfesta greiðslu með 3D Secure öryggiskóða sem hann fær sendan í það símanúmer sem tengt er við það greiðslukort sem viðskiptavinur hyggst nota við greiðslu á vörukaupum. 

Áður en viðskiptavinur velur ''LJÚKA PÖNTUN'' þarf hann að staðfesta að hann hafi kynnt sér viðskiptaskilmála Shades Of Glory. Því næst fær hann sendan tölvupóst sem staðfestir móttöku pöntunar. Í kjölfarið, þegar greiðsla fyrir kaupunum hefur borist H verslun og pöntun er tilbúin til afhendingar, fær viðskiptavinur senda staðfestingu á kaupum. Shades Of Glory áskilur sér einhliða rétt til að hafna þjónustu, loka aðgangi, stöðva eða falla frá afgreiðslu á pöntun ef þurfa þykir, m.a. af öryggisaðstæðum, ef upp koma tæknileg vandamál, vandamál við afhendingu eða önnur vandamál sem koma í veg fyrir endanlega afgreiðslu pöntunar. Viðskiptavinur verður látinn vita ef slík staða kemur upp og hafi greiðsla farið fram fyrir vörukaupunum er endurgreiðsla framkvæmd án tafar.

Persónuverndarstefna Shades Of Glory

Persónuverndarstefna okkar gildir um allar þær persónugreinanlegar upplýsingar sem fyrirtækið kann að safna gegnum vef okkar eða með öðrum rafrænum samskiptum. Shades Of Glory, kt.  560424-3290, hlítir lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga ná ekki til lögaðila. Shades Of Glory hefur persónuvernd og öryggi að leiðarljósi í allri meðferð upplýsinga um viðskiptavini sína og ber ábyrgð á þeim gögnum sem fyrirtækið safnar. Shades Of Glory selur aldrei persónugreinanlegar upplýsingar um viðskiptavini sína. Shades Of Glory leitast við að takmarka vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga og safnar ekki ónauðsynlegum upplýsingum um viðskiptavini sína né starfsmenn. Gildir það um heimsóknir á vef okkar og önnur rafræn samskipti.

Þú getur lesið þér til um réttindi þín á vef Persónuverndar.

Hvernig safnar Shades Of Glory upplýsingum um þig?

Þegar þú nýtir þér vef okkar – www.shadesofglory.is.is - þá getur þú þurft að gefa upp tilteknar upplýsingar og einnig verða til upplýsingar um heimsókn þína.

  • Dæmi um upplýsingar sem þú gefur upp eru nafn, kennitala, heimilisfang, netfang, símanúmer, greiðsluupplýsingar og greiðslukortaupplýsingar*.
  • Dæmi um upplýsingar sem verða til við heimsókn þína eru persónugreinanlegar upplýsingar á borð við nafn, kennitala, netfang og símanúmer. Landfræðilegar upplýsingar (hvar þú ert stödd/staddur), tungumálastillingar, vafrastillingar og IP tala.

 Án þessara upplýsinga getur Shades Of Glory ekki uppfyllt óskir þínar um viðskipti og þjónustu.

Shades Of Glory geymir aldrei kortaupplýsingar og fær einungis upplýsingar um hvort að greiðsla hafi tekist eða ekki frá greiðslumiðlun.

Með hverjum deilir Shades Of Glory Persónuupplýsingum þínum?

Shades Of Glory selur ekki undir neinum kringumstæðum persónuupplýsingar um þig. Shades Of Glory miðlar einungis persónuupplýsingum til þriðju aðila þar sem sem slíkt er skylt samkvæmt lögum eða ef um er að ræða þjónustuveitanda sem ráðinn er af hálfu Shades Of Glory til þess að vinna fyrirfram ákveðna vinnu. Sem dæmi má nefna:

  • Yfirvöld, s.s. stjórnvöld, dómstóla og löggæsluyfirvöld
  • Lánshæfisfyrirtæki og fjármálastofnanir
  • Innheimtufyrirtæki
  • Þjónustufyrirtæki í samstarfi við okkur

Við deilum upplýsingum einungis með þriðju aðilum skv. vinnslusamningi þar sem kveðið er á um meðferð og öryggi persónuupplýsinga, nema lagaskylda kveði á um annað.